top of page

Hvernig fer námið fram

Námið fer þannig fram að nemendur í samráði við foreldra stjórna hraða og magni námsefnisins.

Hver nemandi fær svo námsáætlun sem hann fylgir. Í hverri viku fá nemendur svo send verkefni í samræmi við áætlunina. Öll verkefni eru svo yfirfarin og með útskýringum eins og við á.

Hægt er að hafa samband við kennara í gegnum tölvupóst eða Skype ef frekari útskýringar þarfnast.

Skil á verkefnum

Öll verkefnin sem nemendur fá eru á rafrænu formi. Yfirleitt er um word-skjöl að ræða en einnig hægt er fá þau á PDF-formi ef fólk kýs það frekar. Við viljum halda þessu eins mikið rafrænt og hægt er, svo nemendur þurfi ekki að prenta mikið út.

 

En þó eru sum verkefni þannig að nemendur vinna á útprentuð blöð og þá er gott að geta "skannað" verkefnablöðin og senda sem PDF.

 

Til þess að skanna þarf ekki að eiga skanna heldur er hægt að ná í "APP" sem er mjög einfalt og það breytir myndum í PDF skjal.

 

 

Hægt er að sækja APPIÐ frítt

 

Itunes

 

Google play

 

bottom of page